Ester Rafnsdóttir

 

Ester
 

Ester Rafnsdóttir er snyrti- og förðunarfræðingur og heilsunuddari.

Hún útskrifaðist sem förðunarfræðingur frá No Name förðunarskólanum vor 2003 og frá snyrtifræðibraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti með hæstu einkunn maí 2006. Ester hefur einnig lokið rafmagnsháreyðingu og ilmolíunuddi. Í febrúar 2007 fékk hún verðlaun fyrir góðan árangur í snyrtifræði afhent í Ráðhúsinu í 140 ára afmæli Iðnaðarmannafélagsins. Iðnmennt, samtök starfsnámskóla, veittu þessi verðlaun.
Ester lauk sveinsprófi í snyrtifræði maí 2007 og útskrifaðist frá Nuddskóla Íslands í maí 2008. Þar er lært klassískt nudd,svæðanudd, heildrænt nudd, íþróttanudd og sogæðanudd, einnig triggerpunkta og shiatsu, ásamt fleiri námskeiðum. Hún útskrifaðist sem heilsunuddari í desemder 2009.

Ester hefur tekið nokkur námskeið í vefjalosun (myofascial release).

Framkvæmir allar tegundir meðferða á stofunni m.a. IPL ljósameðferð, rafmagnsháreyðingu, brasilískt vax ofl.

Er spænskumælandi.

Póstlisti

Skráðu þig á póstlistann okkar til að fá nýjustu tilboð og fréttir.

Facebook

Tilboð

Gjafabréf

Staðsetning

Verðskrá